Mynda á nýtt þjóðarráð þar sem fulltrúar mótmælenda og herforingjastjórnarinnar munu deila völdum þar til blásið verður til almennra kosninga.
Mohamed Hamdan „Hemeti“ Dagolo, sem talinn er vera valdamesti maður herforingjaráðsins, jafnvel Súdan, hefur lýst því yfir að hann fallist á skilmála samningsins.
Mótmæli hafa staðið yfir í Súdan síðan í desember og hafa mótmælendur lagt áherslu á aukið lýðræði síðan einræðisherrann Omar al-Bashir var rekinn frá völdum í apríl.
Forsætisráðherrar Eþíópíu og Egyptalands og forseti Suður-Súdan voru meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem voru viðstaddir undirskriftinni.
Samningurinn kveður á um að sex fulltrúar mótmælenda og fimm fulltrúar herforingja muni stjórna landinu þar til kosningar verða haldnar. Formennska ráðsins mun skiptast á milli herforingja og mótmælenda reglulega næstu þrjú árin en kosningar á að halda innan þriggja ára.
Mótmælendur munu velja forsætisráðherra sem mun taka við embættinu í næstu viku.