Persónuvernd gæti lagt stjórnvaldssekt á FB vegna gagnalekans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 18:30 Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15
Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00