Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 11:41 Crystal Liu fer með aðallhlutverk nýrrar Mulan-endurgerðar. Vísir/Getty Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira