Tyrkjaránsins hefnt? Óttar Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf?
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun