Óbreytt agúrka Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun