Foreldrar Noru krefjast svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 23:15 Nora Quoirin. Vísir/AP Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst. Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36
Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55