Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli. Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli.
Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57