Jón Arnór og Helgi Már ekki til Vals | Gera atlögu að sjöunda titlinum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2019 19:08 Helgi Már og Jón Arnór fagna eftir sigur KR á ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í vor. vísir/daníel Jón Arnór Stefánsson er ekki hættur í körfubolta og ætlar að spila með KR í Domino's deild karla á næsta tímabili. Sömu sögu er að segja af Helga Má Magnússyni. Á vef RÚV er greint frá því að Jón Arnór og Helgi hafi framlengt samninga sína við KR um eitt ár.Jón Arnór og Helgi voru orðaðir við Val sem landaði Pavel Ermolinskij fyrr í vikunni. Þeir verða hins vegar áfram í herbúðum Íslandsmeistaranna. Jón Arnór hafði gefið í skyn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hann dró þó í land með það eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á ÍR í oddaleik. Helgi tók skóna af hillunni um áramótin og hjálpaði KR að vinna sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Þrír úr hinum svokallaða '82 árgangi munu því leika með KR á næsta tímabili. Fyrr í sumar samdi Jakob Örn Sigurðarson við KR en hann hefur leikið í Svíþjóð undanfarin áratug. Jón Arnór, Helgi og Jakob léku síðast saman með KR tímabilið 2008-09 þegar liðið varð Íslands- og deildarmeistari. Bróðir Jakobs, Matthías Orri, er einnig genginn í raðir KR sem og Brynjar Þór Björnsson sem er kominn aftur í Vesturbæinn eftir að hafa leikið með Tindastóli í eitt tímabil. Þá hefur Kristófer Acox skrifað undir nýjan samning við KR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Valur reynir við fleiri KR-inga Valsmenn hafa boðið bæði Jóni Arnóri Stefánssyni og Helga Má Magnússyni að leika með liðinu í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta segir Fréttablaðið í dag. 13. ágúst 2019 13:45 Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. 13. ágúst 2019 14:15 Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. 13. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er ekki hættur í körfubolta og ætlar að spila með KR í Domino's deild karla á næsta tímabili. Sömu sögu er að segja af Helga Má Magnússyni. Á vef RÚV er greint frá því að Jón Arnór og Helgi hafi framlengt samninga sína við KR um eitt ár.Jón Arnór og Helgi voru orðaðir við Val sem landaði Pavel Ermolinskij fyrr í vikunni. Þeir verða hins vegar áfram í herbúðum Íslandsmeistaranna. Jón Arnór hafði gefið í skyn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hann dró þó í land með það eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á ÍR í oddaleik. Helgi tók skóna af hillunni um áramótin og hjálpaði KR að vinna sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Þrír úr hinum svokallaða '82 árgangi munu því leika með KR á næsta tímabili. Fyrr í sumar samdi Jakob Örn Sigurðarson við KR en hann hefur leikið í Svíþjóð undanfarin áratug. Jón Arnór, Helgi og Jakob léku síðast saman með KR tímabilið 2008-09 þegar liðið varð Íslands- og deildarmeistari. Bróðir Jakobs, Matthías Orri, er einnig genginn í raðir KR sem og Brynjar Þór Björnsson sem er kominn aftur í Vesturbæinn eftir að hafa leikið með Tindastóli í eitt tímabil. Þá hefur Kristófer Acox skrifað undir nýjan samning við KR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Valur reynir við fleiri KR-inga Valsmenn hafa boðið bæði Jóni Arnóri Stefánssyni og Helga Má Magnússyni að leika með liðinu í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta segir Fréttablaðið í dag. 13. ágúst 2019 13:45 Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. 13. ágúst 2019 14:15 Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. 13. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Valur reynir við fleiri KR-inga Valsmenn hafa boðið bæði Jóni Arnóri Stefánssyni og Helga Má Magnússyni að leika með liðinu í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta segir Fréttablaðið í dag. 13. ágúst 2019 13:45
Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. 13. ágúst 2019 14:15
Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. 13. ágúst 2019 12:00