Múlakaffi er vinsælast hjá starfsfólki ríkisins Ari Brynjólfsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Starfsmenn Múlakaffis hafa í mörg horn að líta. FBL/ANTON Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira