Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:18 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira