Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 10:36 Taika Waititi fer sjálfur með hlutverk Hitlers í myndinni. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna. Disney Hollywood Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna.
Disney Hollywood Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira