Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 10:35 Fangelsið í Manhattan þar sem Epstein var haldið. Hann var sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/Getty Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48