FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 16:48 Loftmynd af aðalhíbýlum Epsteins á Little Saint James. Skjáskot/Google Maps Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og kynferðisbrot gegn tugum stúlkna, framdi sjálfsvíg í klefa sínum um helgina. Rassía FBI er sögð gefa til kynna að andlát Epsteins muni ekki hamla rannsókn á meintum brotum hans. Bandaríska NBC-fréttastofan birti myndskeið af leitinni í dag. Þar sjást útsendarar alríkislögreglunnar ganga á land á eyjunni Little Saint James á Bandarísku Jómfrúareyjum. Sérstök sveit lögreglu á vegum saksóknara í New York, sem stofnuð var um mál Epsteins, leiðir leitina, að því er NBC hefur eftir tveimur háttsettum embættismönnum innan lögreglunnar.Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Ýmislegt hefur verið hvíslað um Little Saint James eftir að ásakanir á hendur Epstein litu dagsins ljós fyrr í sumar. Epstein keypti eyjuna á tíunda áratugnum og réðst strax í umfangsmiklar byggingarframkvæmdir.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APAP-fréttastofan hefur eftir íbúum á Saint Thomas, næstu eyju við Little Saint James og einni stærstu eyju Jómfrúareyja, að eyjan hafi verið sveipuð nokkuð óhugnanlegri dulúð síðan Epstein festi kaup á henni. Öryggisverðir hafi vaktað hana allan sólahringinn og þar hafi ítrekað sést til ungra kvenna. „Allir kölluðu hana „Barnaníðingaeyjuna“,“ sagði Kevin Goodrich, íbúi á Saint Thomas, í samtali við AP í júlí. „Hún er myrkrahornið okkar.“ Epstein er sagður hafa dvalið langdvölum á eyjunni og boðið þangað valdamiklum vinum sínum úr stjórnmálum og skemmtanabransanum. Á meðal þeirra sem heimsótti eyjuna í boði Epsteins var Andrés Bretaprins. Að minnsta kosti ein kona sem sakar Epstein um nauðgun segist hafa tekið þátt í orgíu á heimili Epsteins á eyjunni. Þá segist hún hafa séð Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta á eyjunni en kveðst þó ekki hafa séð hann stunda þar kynlíf. Talsmaður forsetans þvertekur fyrir að hann hafi stigið fæti á eyjuna.Konur sem sakað hafa Epstein um kynferðisbrot gegn sér hafa lýst yfir áhyggjum af því að í ljósi andláts Epsteins muni hann aldrei þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þá biðluðu þær til yfirvalda að láta andlátið ekki hafa áhrif á rannsókn málsins og hvöttu saksóknara til að sækja alla hlutaðeigandi til saka. William Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna fullvissaði hin meintu fórnarlömb um að það yrði gert, að því er fram kom í ræðu sem hann flutti í gær. Epstein fannst látinn í klefa sínum daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur honum og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Síðan á laugardag hafa borist fregnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36