Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:15 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. Dominos-deild karla Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira