Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 14:00 Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna. Vísir/Egill Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Kröfur frá flugvélaleigum og öðrum fyrirtækjum innan flugbransans eru eins og gefur að skilja fyrirferðamiklar í þrotabúi WOW Air. CIT Aerospace International gerir til að mynda 52,8 milljarða króna kröfu í búið, Tungnaa Aviation Leasing gerir tæplega þriggja milljarða kröfu í búið (2.968.984.226 kr.) og hið sama gildir um leiguna Sog Aviation Leasing. (3.063.607.764 kr.). Þá gerir flugvélaleigan ALC, sem átt hefur í útistöðum við Isavia eftir fall WOW Air, 9 milljarða króna kröfu í búið.Flugmanna- og flugfreyjufélögin á meðal kröfuhafa Rekstraraðili flugvalla Kaupmannahafnar, Copenhagen Airports A/S, gerir 15,8 milljóna kröfu og flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce leggur fram 22 milljarða króna kröfu. Þá gerir flugtengda prentsmiðjan Printavia 25 milljóna króna kröfu en fyrirtækið framleiðir til að mynda brottfararspjöld og farangursmiða. Hreyflaframleiðandinn CFM International gerir 135 milljóna kröfu. Íslenska flugmannafélagið gerir þá kröfu upp á 47,1 milljón króna en einnig má finna kröfur fjölmargra félagsmanna þeirra í kröfuskrá. Sama er uppi á teningunum hjá flugfreyjum WOW Air en Flugfreyjufélag Íslands er skráð fyrir 16.794.081 króna kröfu.WOW air varð gjaldþrota í lok mars.vísir/vilhelmÞá gera ýmsar erlendar stofnanir og borgir kröfu í búið. Tollskrifstofan í Frankfurt gerir 40 milljóna kröfu. Rekstraraðila flugvalla Parísarborgar gera 21 milljóna kröfu í búið á meðan bandarísku borgirnar Chicago og St. Louis, sem báðar voru á meðal áfangastaða WOW í Bandaríkjunum gera kröfur að andvirði 44,6 milljóna annarsvegar (Chicago) og 44,5 milljóna hinsvegar (St.Louis). Dótturfyrirtæki U.S. Bancorp, Elavon og U.S. Bank National Association, gera tveggja og rúmlega þriggja milljarða kröfur í búið. Þá gerir þýska ríkislögreglan 68 milljón króna kröfu í þrotabú WOW Air en skiptafundur fer fram 16. ágúst næstkomandi. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi. Kröfur frá flugvélaleigum og öðrum fyrirtækjum innan flugbransans eru eins og gefur að skilja fyrirferðamiklar í þrotabúi WOW Air. CIT Aerospace International gerir til að mynda 52,8 milljarða króna kröfu í búið, Tungnaa Aviation Leasing gerir tæplega þriggja milljarða kröfu í búið (2.968.984.226 kr.) og hið sama gildir um leiguna Sog Aviation Leasing. (3.063.607.764 kr.). Þá gerir flugvélaleigan ALC, sem átt hefur í útistöðum við Isavia eftir fall WOW Air, 9 milljarða króna kröfu í búið.Flugmanna- og flugfreyjufélögin á meðal kröfuhafa Rekstraraðili flugvalla Kaupmannahafnar, Copenhagen Airports A/S, gerir 15,8 milljóna kröfu og flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce leggur fram 22 milljarða króna kröfu. Þá gerir flugtengda prentsmiðjan Printavia 25 milljóna króna kröfu en fyrirtækið framleiðir til að mynda brottfararspjöld og farangursmiða. Hreyflaframleiðandinn CFM International gerir 135 milljóna kröfu. Íslenska flugmannafélagið gerir þá kröfu upp á 47,1 milljón króna en einnig má finna kröfur fjölmargra félagsmanna þeirra í kröfuskrá. Sama er uppi á teningunum hjá flugfreyjum WOW Air en Flugfreyjufélag Íslands er skráð fyrir 16.794.081 króna kröfu.WOW air varð gjaldþrota í lok mars.vísir/vilhelmÞá gera ýmsar erlendar stofnanir og borgir kröfu í búið. Tollskrifstofan í Frankfurt gerir 40 milljóna kröfu. Rekstraraðila flugvalla Parísarborgar gera 21 milljóna kröfu í búið á meðan bandarísku borgirnar Chicago og St. Louis, sem báðar voru á meðal áfangastaða WOW í Bandaríkjunum gera kröfur að andvirði 44,6 milljóna annarsvegar (Chicago) og 44,5 milljóna hinsvegar (St.Louis). Dótturfyrirtæki U.S. Bancorp, Elavon og U.S. Bank National Association, gera tveggja og rúmlega þriggja milljarða kröfur í búið. Þá gerir þýska ríkislögreglan 68 milljón króna kröfu í þrotabú WOW Air en skiptafundur fer fram 16. ágúst næstkomandi.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira