Segja fyrirætlanir HB Granda „ekki trúverðugar“ og greiða atkvæði gegn kaupunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 13:24 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu. Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu.
Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22