Erlent

Engin sátt um kosningar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Salvini er ósáttur.
Salvini er ósáttur. Nordicphotos/AFP
Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu.

Salvini tilkynnti fyrir helgi um að Bandalagið hefði slitið stjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna og kosningar væru væntanlegar.

Þar sem þingið hefur ekki náð samstöðu liggur ekki enn fyrir hvort eða hvenær boðað verður til kosninga. Áfram verður þó rætt um málið á þingi á morgun. Alla jafna eru þingmenn í fríi í ágústmánuði svo tímasetningin er óvenjuleg. Þá greinir Reuters frá því að á Ítalíu hafi ekki verið haldnar haustkosningar í um öld þar sem undirbúningsvinna fyrir fjárlög er þá í fullum gangi.

Fimmstjörnufólk er allt annað en sátt við ákvörðun Salvinis. Luigi di Maio, leiðtogi flokksins, sagði á Facebook að Ítalir myndu sjá til þess að Bandalagið gyldi afhroð fyrir „bakstunguna“.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×