Þór Ak. hefur dregið lið sitt úr keppni í 1. deild kvenna í körfubolta fyrir tímabilið 2019-20.
Á frétt á heimasíðu Þórs kemur fram að félagið hafi misst marga lykilmenn frá síðasta tímabili og hópurinn sé orðinn mjög fámennur.
Þá segir að þær efnilegu stúlkur sem eru í yngri flokkum Þórs séu fullungar til að spila í meistaraflokki. Þór mun þess í stað fara af stað með stúlknaflokk og byggja upp til framtíðar.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs vonast til að stuðningsmenn liðsins sýni ákvörðuninni skilning.
Átta lið taka þátt í 1. deild kvenna á næsta tímabili: Stjarnan, Njarðvík, Keflavík b, Fjölnir, Tindastóll, Grindavík b, ÍR og Hamar.
Fréttina má lesa með því að smella hér.
Þór dregur kvennaliðið úr keppni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn




„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
