Sjáðu Simone Biles negla tvö söguleg stökk eins og ofurhetja í teiknimynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Simone Biles var ótrúleg um helgina. Getty/Jamie Squire Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019 Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira