Erlent

Kengúrur ærsluðust í fátíðum snjó í Ástralíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Börn nutu snjókomunnar á rúgbíleik í Canberra á föstudagskvöld.
Börn nutu snjókomunnar á rúgbíleik í Canberra á föstudagskvöld. Vísir/Getty
Snjór féll á nokkrum svæðum í Ástralíu um helgina þegar kuldaskil fóru norður austanvert landið. Þó að veðrið hafi valdið nokkrum usla fyrir mannfólkið mátti sums staðar sjá kengúrur ærslast og skemmta sér í fönninni.

Jörð varð hvít í Nýja Suður-Wales, Viktoríu og Queensland en hávetur er nú á suðurhveli jarðar, að sögn fréttavefsins News.com.au. Á annað þúsund óskir um aðstoð vegna snjókomunnar bárust yfirvöldum í Nýja Suður-Wales. Bíleigendur voru beðnir um að leggja fjarri trjám, halda sig frá föllnum rafmagnslínum og fylgjast með færð á vegum.

Á sauðfjárbýli nærri Goulburn í Nýja Suður-Wales, um þrjár klukkustundir vestur af Sydney, náðist hópur kengúra hoppa um í snjónum á myndbandi. Þar er yfirleitt þurrt og jörð skrælnuð af hita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×