Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 13:20 Austasti hluti Reynisfjöru hefur verið lokaður eftir að skriða féll úr Reynisfjalli fyrir rúmri viku. Vísir/Jóhann K. Yfirvöld vinna nú að varanlegri lokun á austasta hluta Reynisfjöru þar sem stór skriða féll úr Reynisfjalli. Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Þorbjörg Gísladóttir, segir í samtali við Vísi að þessi ákvörðun hafi verið tekin að loka þessum hluta fjörunnar varanlega en nú sé skoðað hvort það sé gerlegt. Mikill sjógangur er á þessu svæði og er verið að leggja drög að útfærslu sem á að þola öldur og vinda. Rætt hefur verið um að koma upp skilti og keðjum á þessu svæði þannig að það fari ekki á milli mála að staðurinn sé hættulegur og þeir sem hætti sér inn fyrir lokunarsvæðið geri það á eigin ábyrgð. Greint var frá því í gær að ferðamenn hefðu farið inn fyrir lokunarsvæði á þessum hluta Reynisfjöru og klifrað upp á skriðuna sem féll úr Reynisfjalli fyrir rúmri viku. Daginn áður slösuðust ferðamenn þegar þeir urðu fyrir grjóthruni úr fjallinu. Þorbjörg bendir á að þessi austasti hluti Reynisfjörunnar sé ekki sá staður sem flestir ferðamenn sækja. Þeir sæki meira í hellinn og stuðlabergið sem er í vesturhluta Reynisfjöru. Lokunin muni því hafa lítil sem engin áhrif á upplifun þeirra sem þangað mæta. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru Virtu lokanir að vettugi. 28. ágúst 2019 16:50 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Yfirvöld vinna nú að varanlegri lokun á austasta hluta Reynisfjöru þar sem stór skriða féll úr Reynisfjalli. Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Þorbjörg Gísladóttir, segir í samtali við Vísi að þessi ákvörðun hafi verið tekin að loka þessum hluta fjörunnar varanlega en nú sé skoðað hvort það sé gerlegt. Mikill sjógangur er á þessu svæði og er verið að leggja drög að útfærslu sem á að þola öldur og vinda. Rætt hefur verið um að koma upp skilti og keðjum á þessu svæði þannig að það fari ekki á milli mála að staðurinn sé hættulegur og þeir sem hætti sér inn fyrir lokunarsvæðið geri það á eigin ábyrgð. Greint var frá því í gær að ferðamenn hefðu farið inn fyrir lokunarsvæði á þessum hluta Reynisfjöru og klifrað upp á skriðuna sem féll úr Reynisfjalli fyrir rúmri viku. Daginn áður slösuðust ferðamenn þegar þeir urðu fyrir grjóthruni úr fjallinu. Þorbjörg bendir á að þessi austasti hluti Reynisfjörunnar sé ekki sá staður sem flestir ferðamenn sækja. Þeir sæki meira í hellinn og stuðlabergið sem er í vesturhluta Reynisfjöru. Lokunin muni því hafa lítil sem engin áhrif á upplifun þeirra sem þangað mæta.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru Virtu lokanir að vettugi. 28. ágúst 2019 16:50 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira