Bardagakonan Paige VanZant: Fæ meiri pening á Instagram en fyrir að berjast í búrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 13:30 Paige VanZant Getty/Mike Roach Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White. MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White.
MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira