Fordómar hinna fullorðnu verstir: „Að vera kölluð Birta api í æsku tók alveg á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:00 Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði. Birta Abiba Þórhallsdóttir er 19 ára gömul en hún hefur frá unga aldri upplifað fordóma vegna húðlitar síns og hefur þurft að þola uppnefni, stríðni og jafnvel líkamlegt ofbeldi. Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði. Birta segir að þegar hún var ung hefði hún óskað þess að hafa fæðst hvít. „Þegar þú ert svona ungur þá tekurðu kannski ekkert eftir þessu þegar fólk segir einhver svona skot á þig en ég heiti sem sagt Birta Abiba Þórhaldsdóttir og ég myndi segja að það sem tók fyrst mikið á mig var að vera kölluð Birta api, þú veist, af því ég er brún og Abiba hljómar eins api,“ segir Birta í viðtali við Ísland í dag.Klippa: Ísland í dag - "Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur" Aðspurð hvort fordómarnir og aðkastið hefði einskorðast við samnemendur hennar svarar Birta neitandi og útskýrir. „Fyrst voru þetta bara krakkar á mínum aldri en svo þegar ég byrjaði að vinna í þjónustustörfum, til dæmis á búðarkassa, byrjaði þetta að vera fullorðið fólk. Þetta skiptist svolítið í kynslóðir,“ segir Birta. Krakkar og unglingar hefðu allajafna ekki gert sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og eldri kynslóðir séu á gráu svæði vegna þess að fordómar hefðu áður verið normalíseraðir á Íslandi. Fullorðna fólkið sem hefur í frammi særandi og fordómafull ummæli eru verst að sögn Birtu. „Vegna þess að þau eiga að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og þau nota þetta til þess að særa eða þegar þau eru pirruð eða eitthvað slæmt gerist,“ segir Birta. Óhjákvæmilega hafði þetta mikil áhrif á Birtu sem barn en hún þráði ekkert heitar en að vera hluti af hópnum. „Því eldri sem ég verð, því meira fer þetta bara fram hjá mér en eins og margir krakkar sem ég hef talað við heyra svona brandara eða eitthvað svona, eins og einu sinni var ég í búð og þá var öskrað á mig „það eru vatnsmelónur á útsölu“ út af því að ég er svört.“ Birta segir að það hefði tekið mikið á hana þegar við hana var sagt „Þú kýlir ekki negra, þú sparkar í hann“. Hún lýsir því síðan þegar sparkað var í hana. „Þetta tekur alveg á og þetta festist í hausnum á þér.“ Birta segir að henni hefði lengi liðið eins og enginn skildi hana. „Ég var ein af tveimur lituðum krökkum í grunnskólanum mínum og þegar grunnskólinn minn ákvað að gera „black-face“ leikrit af Hair spray, þannig að öll voru hvít en lituðu sig svört, þá voru það bara við tvö sem sáum eitthvað að því þannig að það var þaggað voða hratt niður í því,“ segir Birta sem bætir við að hún væri afar lánsöm að eiga að móður sem stæði þétt við bakið á henni. Hún hefði ávallt verið reiðubúin að strunsa í skólann og lesa þeim pistilinn.Birta kveðst afar þakklát móður sinni sem stæði alltaf við bakið á henni.„En þegar þú ert svona ungur þá held ég að þú fattir ekki að þú hafir eitthvað vald með röddinni þinni, sérstaklega þegar kemur að fullorðnum, kennurum og fólki í valdastöðu.“ Athugasemdir í niðrandi merkingu um húðlit Birtu, grín og líkamlegt ofbeldi er dæmi um það sem Birta hefur mátt þola en hún telur að gerendurnir hefðu einfaldlega ekki áttað sig á alvarleika málsins. Eftir því sem árin líða segir Birta að hún hafi valdeflst og gert sér grein fyrir því að röddin hennar skiptir máli. Hún tæki þó eftir því að ekki allir væru móttækilegir fyrir leiðsögn. „Enginn vill heyra svona hluti og fólk fer í vörn og líður eins og þetta sé persónuleg árás jafnvel þó það sé það ekki því eins og ég sagði, ég held að unglingar og krakkar fatti ekki alveg hvað þau eru að gera, þannig að þau vilja ekki taka á móti svona gagnrýni.“ Birta þráði á tímabili ekkert heitar en að hafa fæðst hvít.Á tímabili slétti Birta hárið á sér og litaði ljóst til að reyna að falla í hópinn.„Ég, í fyrsta lagi, slétti á mér hárið nánast á hverjum einasta degi, litaði það ljóst, passaði mig á því að vera ekki of mikið úti í sólinni því ég varð voða dökk mjög hratt, ég neitaði að láta kalla mig Birtu Abibu, bara Birtu Þórhallsdóttur, ekkert annað. Ég vildi ekki að foreldrar mínir kæmu báðir með mér í skólann því þá var ég alltaf spurð hvort ég væri ættleidd og hvers vegna báðir foreldrar mínir væru hvítir og ég vildi bara ekki svara þeim spurningum.“ Birta segir að enn eimi eftir af erfiðleikunum sem hún mátti þola í æsku. „Að vera kölluð Birta api í æsku tók alveg á.“ Birta Abiba tekur nú þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland sem fer fram í fjórða sinn í ár. „Ég trúi því að það að vera litaður er alveg jafn fallegt og jafn mikils virði og að vera hvítur og ég vil að allir viti það og þess vegna byrjaði ég að tala um það,“ segir Birta en bætir við að eftir að það varð opinbert að hún væri þátttakandi í fegurðarsamkeppninni hefðu henni borist særandi ummæli. Henni sagt að hún ætti kannski séns ef hún bara slétti á sér hárið. „Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur, af hverju ertu að taka þátt?“Finnurðu fyrir því að fólk líti ekki á þig sem Íslending?„Já, þetta tekur á, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð, hvaðan ertu, í alvöru?“ Birta segir að það sé erfitt að þurfa að réttlæta fyrir öðrum Íslendingum að hún sé Íslendingur. Hér hafi hún ávallt búið og sé jafníslensk og aðrir. Birta stígur nú fram og greinir frá reynslu sinni af því að vera brúnn Íslendingur í því skyni að hjálpa öðrum. Ísland í dag Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Þessar konur taka þátt í Miss Universe Iceland 2019 Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin fjórða árið í röð í haust og nú hefur verið tilkynnt um þær 25 stúlkur sem taka þátt. 23. apríl 2019 14:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Birta Abiba Þórhallsdóttir er 19 ára gömul en hún hefur frá unga aldri upplifað fordóma vegna húðlitar síns og hefur þurft að þola uppnefni, stríðni og jafnvel líkamlegt ofbeldi. Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði. Birta segir að þegar hún var ung hefði hún óskað þess að hafa fæðst hvít. „Þegar þú ert svona ungur þá tekurðu kannski ekkert eftir þessu þegar fólk segir einhver svona skot á þig en ég heiti sem sagt Birta Abiba Þórhaldsdóttir og ég myndi segja að það sem tók fyrst mikið á mig var að vera kölluð Birta api, þú veist, af því ég er brún og Abiba hljómar eins api,“ segir Birta í viðtali við Ísland í dag.Klippa: Ísland í dag - "Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur" Aðspurð hvort fordómarnir og aðkastið hefði einskorðast við samnemendur hennar svarar Birta neitandi og útskýrir. „Fyrst voru þetta bara krakkar á mínum aldri en svo þegar ég byrjaði að vinna í þjónustustörfum, til dæmis á búðarkassa, byrjaði þetta að vera fullorðið fólk. Þetta skiptist svolítið í kynslóðir,“ segir Birta. Krakkar og unglingar hefðu allajafna ekki gert sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og eldri kynslóðir séu á gráu svæði vegna þess að fordómar hefðu áður verið normalíseraðir á Íslandi. Fullorðna fólkið sem hefur í frammi særandi og fordómafull ummæli eru verst að sögn Birtu. „Vegna þess að þau eiga að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og þau nota þetta til þess að særa eða þegar þau eru pirruð eða eitthvað slæmt gerist,“ segir Birta. Óhjákvæmilega hafði þetta mikil áhrif á Birtu sem barn en hún þráði ekkert heitar en að vera hluti af hópnum. „Því eldri sem ég verð, því meira fer þetta bara fram hjá mér en eins og margir krakkar sem ég hef talað við heyra svona brandara eða eitthvað svona, eins og einu sinni var ég í búð og þá var öskrað á mig „það eru vatnsmelónur á útsölu“ út af því að ég er svört.“ Birta segir að það hefði tekið mikið á hana þegar við hana var sagt „Þú kýlir ekki negra, þú sparkar í hann“. Hún lýsir því síðan þegar sparkað var í hana. „Þetta tekur alveg á og þetta festist í hausnum á þér.“ Birta segir að henni hefði lengi liðið eins og enginn skildi hana. „Ég var ein af tveimur lituðum krökkum í grunnskólanum mínum og þegar grunnskólinn minn ákvað að gera „black-face“ leikrit af Hair spray, þannig að öll voru hvít en lituðu sig svört, þá voru það bara við tvö sem sáum eitthvað að því þannig að það var þaggað voða hratt niður í því,“ segir Birta sem bætir við að hún væri afar lánsöm að eiga að móður sem stæði þétt við bakið á henni. Hún hefði ávallt verið reiðubúin að strunsa í skólann og lesa þeim pistilinn.Birta kveðst afar þakklát móður sinni sem stæði alltaf við bakið á henni.„En þegar þú ert svona ungur þá held ég að þú fattir ekki að þú hafir eitthvað vald með röddinni þinni, sérstaklega þegar kemur að fullorðnum, kennurum og fólki í valdastöðu.“ Athugasemdir í niðrandi merkingu um húðlit Birtu, grín og líkamlegt ofbeldi er dæmi um það sem Birta hefur mátt þola en hún telur að gerendurnir hefðu einfaldlega ekki áttað sig á alvarleika málsins. Eftir því sem árin líða segir Birta að hún hafi valdeflst og gert sér grein fyrir því að röddin hennar skiptir máli. Hún tæki þó eftir því að ekki allir væru móttækilegir fyrir leiðsögn. „Enginn vill heyra svona hluti og fólk fer í vörn og líður eins og þetta sé persónuleg árás jafnvel þó það sé það ekki því eins og ég sagði, ég held að unglingar og krakkar fatti ekki alveg hvað þau eru að gera, þannig að þau vilja ekki taka á móti svona gagnrýni.“ Birta þráði á tímabili ekkert heitar en að hafa fæðst hvít.Á tímabili slétti Birta hárið á sér og litaði ljóst til að reyna að falla í hópinn.„Ég, í fyrsta lagi, slétti á mér hárið nánast á hverjum einasta degi, litaði það ljóst, passaði mig á því að vera ekki of mikið úti í sólinni því ég varð voða dökk mjög hratt, ég neitaði að láta kalla mig Birtu Abibu, bara Birtu Þórhallsdóttur, ekkert annað. Ég vildi ekki að foreldrar mínir kæmu báðir með mér í skólann því þá var ég alltaf spurð hvort ég væri ættleidd og hvers vegna báðir foreldrar mínir væru hvítir og ég vildi bara ekki svara þeim spurningum.“ Birta segir að enn eimi eftir af erfiðleikunum sem hún mátti þola í æsku. „Að vera kölluð Birta api í æsku tók alveg á.“ Birta Abiba tekur nú þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland sem fer fram í fjórða sinn í ár. „Ég trúi því að það að vera litaður er alveg jafn fallegt og jafn mikils virði og að vera hvítur og ég vil að allir viti það og þess vegna byrjaði ég að tala um það,“ segir Birta en bætir við að eftir að það varð opinbert að hún væri þátttakandi í fegurðarsamkeppninni hefðu henni borist særandi ummæli. Henni sagt að hún ætti kannski séns ef hún bara slétti á sér hárið. „Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur, af hverju ertu að taka þátt?“Finnurðu fyrir því að fólk líti ekki á þig sem Íslending?„Já, þetta tekur á, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð, hvaðan ertu, í alvöru?“ Birta segir að það sé erfitt að þurfa að réttlæta fyrir öðrum Íslendingum að hún sé Íslendingur. Hér hafi hún ávallt búið og sé jafníslensk og aðrir. Birta stígur nú fram og greinir frá reynslu sinni af því að vera brúnn Íslendingur í því skyni að hjálpa öðrum.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Þessar konur taka þátt í Miss Universe Iceland 2019 Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin fjórða árið í röð í haust og nú hefur verið tilkynnt um þær 25 stúlkur sem taka þátt. 23. apríl 2019 14:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53
Þessar konur taka þátt í Miss Universe Iceland 2019 Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin fjórða árið í röð í haust og nú hefur verið tilkynnt um þær 25 stúlkur sem taka þátt. 23. apríl 2019 14:30
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið