Segir KR-inga hungraða í meiri árangur og útilokar ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum Anton Ingi Leifsson skrifar 28. ágúst 2019 19:15 Ingi Þór Steinsson er þjálfari KR líkt og á síðustu leiktíð. vísir/skjáskot Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta karla bættu við sig leikmanni í gær er Mike Craion skrifaði undir samning við félagið. Craion, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð, þekkir hvern krók og kima í Vesturbænum eftir að hafa leikið með þeim frá 2014 til 2016 og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. KR hefur safnað að sér mörgum góðum leikmönnum í sumar og hafa unnið deildina síðustu sex ár. Ingi Þór Steinarsson, þjálfari KR, segir þó að Íslandsmeistaratitillinn í vetur verði engin göngutúr í garðinum. „Það er ekkert unnið fyrir fram. Við erum reynslunni ríkari eftir að 2008-2009 tímabilið þar sem okkur var rétt allir bikarar sem til voru en ef eitthvað er þá er þetta erfiðara,“ sagði Ingi. „Það þarf virkilega að hafa fyrir þessu og menn þurfa að vera fókuseraðir og í góðu standi.“ Brynjar Þór Björnsson er aftur kominn heim eftir eitt ár á Sauðárkróki en einnig munu bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir leika á heimaslóðum í vetur. „Þetta eru flottir strákar og það er gaman að fá svona marga KR-inga heim. Það gerir þetta öðruvísi. Ef menn eru í standi og gera þetta vel þá verður þetta gaman.“KR að stefna á #sjöpeat?https://t.co/SESyZXrPt6— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 27, 2019 „Ef við ætlum að halda að við getum slakað eitthvað á, þá verður þetta hundleiðinlegt. Við erum mjög hungraðir og langar að halda sigurgöngunni áfram en það er ekkert gefið í þessu.“ Ingi segir að það séu mörg lið sem gætu blandað sér í baráttuna í vetur. „Það eru mörg góð lið í deildinni og í baráttan verður hörð. Úrslitakeppnin er geggjuð eins og alltaf. Það má lítið útaf bregða til þess að eitthvað klikki. Við þurfum að halda vel á spilunum.“ KR útilokar ekki að bæta við fleiri leikmönnum áður en tímabilið hefst. Kristófer Acox gekkst undir aðgerð á dögunum og fari hún verr en á sýnist þurfi KR-ingar mögulega stóran mann inn í teiginn. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr þessu hjá Kristófer Acox. Aðgerðin gekk ekki alveg sem skildi sem hann fór í og við þurfum að sjá hvað verður. Ef það verður vesen með hann gætum við þurft að stækka okkur í teignum,“ sagði Ingi. Innslagið í heild smá sjá hér að neðan.Klippa: Ingi um liðsstyrkinn og tímabilið framundan
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Craion aftur í Vesturbæinn Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld. 27. ágúst 2019 20:36