Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:06 Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga. Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Leiðtogar Lýðræðisflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar hafa komið sér saman um stjórnarsáttmála og ákveðið að mynda ríkisstjórn. Hún mun sitja til ársins 2023 þegar næsta þjóðaratkvæðagreiðsla er á dagskrá.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Luigi Di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, myndi glaður skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný en Conte sagði af sér embætti 20. ágúst síðastliðinn vegna ábyrgðarleysis sem hann sagði Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, hafa sýnt af sér. Salvini, sem einnig var fyrrverandi innanríkiráðherra landsins, kom ítölsku þjóðinni í opna skjöldu í upphafi mánaðarins þegar hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn en þess má geta að áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnarkreppa í landinu. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rík ástæða sé til að gera þessa tilraun,“ sagði Nicola Zigaretti í samtali við BBC að loknum fundi með forsetanum. Lýðræðisflokkurinn sem staðsetur sig vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi og Fimmstjörnuhreyfingin sem rekur harða innflytjendastefnu, hafa löngum verið á öndverðum meiði í hinum ýmsu málum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að axla ábyrgð. Við höfum ekki efni á öðru en að sýna hugrekki og láta reyna á þetta,“ sagði Zigaretti. Von er á yfirlýsingu Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, vegna nýrrar ríkisstjórnar síðar í kvöld. Mattarella biðlaði á dögunum til þingflokkanna að reyna að ná saman ellegar þyrfti hann að skipa bráðabirgðastjórn og blása til kosninga.
Ítalía Tengdar fréttir Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00 Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27 Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Engin sátt um kosningar Öldungadeild ítalska þingsins komst ekki að niðurstöðu þegar þingmenn ræddu í gær um hvort tillaga Matteos Salvini, leiðtoga þjóðernisflokksins Bandalagsins og innanríkisráðherra, um vantraust á ríkisstjórnina yrði tekin til umræðu. 13. ágúst 2019 06:00
Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn og margra mánaða stjórnarkreppu. 9. ágúst 2019 14:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sakaði innanríkisráðherra landsins um ábyrgðarleysi þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 20. ágúst 2019 14:27
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58