Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2019 20:57 Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51