MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 17:15 Frá eldiskvíum á Patreksfirði Vísir/Einar Árnason Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög. Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög.
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00
Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34
Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07