Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2019 21:18 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Skrifstofur lögmanns og landsstjórnarinnar eru á Þinganesi, í rauðu húsunum. Mynd/Kringvarp Færeyja. Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu og að núverandi vinstristjórn tapi meirihluta sínum. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það fer víst ekki framhjá neinum sem ekur um Færeyjar þessa dagana að þar eru kosningar framundan. Skoðanakannanir benda til stjórnarskipta og að vinstristjórn Aksels V. Johannesen, lögmanns Færeyja, missi meirihluta sinn.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja og leiðtogi Javnaðarflokksins.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Aksel er leiðtogi Javnaðarflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, og hefur stýrt Færeyjum undanfarin fjögur í samsteypustjórn með Tjóðveldisflokki Høgna Hoydal, systurflokki Vinstri grænna. Jafnframt hefur lítill flokkur á miðjunni, Framsókn, undir forystu Pouls Michelsens, verið aðili að stjórninni. Kannanir benda til að báðir vinstriflokkarnir tapi einum manni hvor og þar með falli stjórnarmeirihlutinn, fái 15 sæti en stjórnarandstaðan 18, af 33 þingsætum á Lögþinginu.Jørgen Niclasen, leiðtogi Fólkaflokksins, gæti orðið næsti lögmaður FæreyjaMynd/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fólkaflokkurinn undir forystu Jørgens Niclasen, stefnir í að verða sigurvegari kosninganna, en spáð er að hann verði stærsti flokkurinn, og bæti við sig tveimur þingsætum, fari úr sex sætum upp í átta, samkvæmt Gallup. Sambandsflokknum, undir forystu Bárðar Nielsen, er einnig spáð fylgisaukningu, en báðir teljast þessir flokkar hægra megin við miðju. Saman er þeim spáð 15 þingsætum og ef svo færi vantaði þá tvö sæti upp á að geta myndað meirihluta. Tveimur miðjuflokkum, Framsókn og Miðflokknum, er spáð tveimur þingsætum hvorum, og því líklegt að annar hvor þeirra eða báðir geti ráðið úrslitum um stjórnarmyndun.Mergð kosningaskilta meðfram umferðargötum hefur einkennt kosningabaráttuna í Færeyjum.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í kosningabaráttunni hefur meðal annars verið tekist á um hefðbundnar vinstri- og hægriáherslur, sjálfstæðismálin gagnvart Dönum, en einnig um nýlegar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni, byggðastefnu og kjördæmaskipan en margir telja það hafa verið mistök fyrir tíu árum að gera Færeyjar að einu kjördæmi. Samgöngur, heilbrigðis- og húsnæðismál hafa einnig verið áberandi. Þá hefur nýr flokkur, sem hefur það eina markmið að lögleiða kannabis, vakið athygli en honum er þó aðeins spáð eins prósents fylgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. 28. október 2015 07:00 Færeyska stjórnin féll Jafnaðarmenn unnu sigur í þingkosningunum í Færeyjum í nótt. 2. september 2015 08:03 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Nýja stjórnin stefnir á fullveldi Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, kynnti í gær nýja landstjórn sína, sem er samsteypustjórn með Þjóðveldi og Framsókn. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu og að núverandi vinstristjórn tapi meirihluta sínum. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það fer víst ekki framhjá neinum sem ekur um Færeyjar þessa dagana að þar eru kosningar framundan. Skoðanakannanir benda til stjórnarskipta og að vinstristjórn Aksels V. Johannesen, lögmanns Færeyja, missi meirihluta sinn.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja og leiðtogi Javnaðarflokksins.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Aksel er leiðtogi Javnaðarflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, og hefur stýrt Færeyjum undanfarin fjögur í samsteypustjórn með Tjóðveldisflokki Høgna Hoydal, systurflokki Vinstri grænna. Jafnframt hefur lítill flokkur á miðjunni, Framsókn, undir forystu Pouls Michelsens, verið aðili að stjórninni. Kannanir benda til að báðir vinstriflokkarnir tapi einum manni hvor og þar með falli stjórnarmeirihlutinn, fái 15 sæti en stjórnarandstaðan 18, af 33 þingsætum á Lögþinginu.Jørgen Niclasen, leiðtogi Fólkaflokksins, gæti orðið næsti lögmaður FæreyjaMynd/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fólkaflokkurinn undir forystu Jørgens Niclasen, stefnir í að verða sigurvegari kosninganna, en spáð er að hann verði stærsti flokkurinn, og bæti við sig tveimur þingsætum, fari úr sex sætum upp í átta, samkvæmt Gallup. Sambandsflokknum, undir forystu Bárðar Nielsen, er einnig spáð fylgisaukningu, en báðir teljast þessir flokkar hægra megin við miðju. Saman er þeim spáð 15 þingsætum og ef svo færi vantaði þá tvö sæti upp á að geta myndað meirihluta. Tveimur miðjuflokkum, Framsókn og Miðflokknum, er spáð tveimur þingsætum hvorum, og því líklegt að annar hvor þeirra eða báðir geti ráðið úrslitum um stjórnarmyndun.Mergð kosningaskilta meðfram umferðargötum hefur einkennt kosningabaráttuna í Færeyjum.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í kosningabaráttunni hefur meðal annars verið tekist á um hefðbundnar vinstri- og hægriáherslur, sjálfstæðismálin gagnvart Dönum, en einnig um nýlegar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni, byggðastefnu og kjördæmaskipan en margir telja það hafa verið mistök fyrir tíu árum að gera Færeyjar að einu kjördæmi. Samgöngur, heilbrigðis- og húsnæðismál hafa einnig verið áberandi. Þá hefur nýr flokkur, sem hefur það eina markmið að lögleiða kannabis, vakið athygli en honum er þó aðeins spáð eins prósents fylgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. 28. október 2015 07:00 Færeyska stjórnin féll Jafnaðarmenn unnu sigur í þingkosningunum í Færeyjum í nótt. 2. september 2015 08:03 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Nýja stjórnin stefnir á fullveldi Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, kynnti í gær nýja landstjórn sína, sem er samsteypustjórn með Þjóðveldi og Framsókn. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30
Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. 28. október 2015 07:00
Færeyska stjórnin féll Jafnaðarmenn unnu sigur í þingkosningunum í Færeyjum í nótt. 2. september 2015 08:03
Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34
Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30
Nýja stjórnin stefnir á fullveldi Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, kynnti í gær nýja landstjórn sína, sem er samsteypustjórn með Þjóðveldi og Framsókn. 16. september 2015 07:00