Ísland dregið inn í deilur um breskar kjötbökur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 15:15 Boris Johnson sagði að bökurnar væri fluttar inn til Íslands. Vísír/Getty Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku í Bretlandi, nánar tiltekið grísakjötsböku. Forsaga málsins er sú að Boris Johnson lét hafa eftir sér á fundi G7-ríkjanna í Frakklandi um helgina að innflutningstakmarkanir á hinni vinsælu Melton Mowbray grísakjötsböku væri lýsandi dæmi um hversu mikilvægt það væri fyrir Bretland að geta gert fríverslunarsamning við Bandaríkin.„Melton Mowbray bökurnar, sem eru meðal annars til sölu í Taílandi og á Íslandi, eru ekki til sölu í Bandaríkjunum vegna einhvers konar takmarkana af hálfu matvælaeftirlitsins,“ sagði Johnson og átti þar við matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum.Bökurnar sem um ræðir njóta landfræðilegrar verndar.Vísir/Getty.„Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland“ Ummælin vöktu nokkra athygli í Bretlandi og var Matthew O'Callaghan, formaður hagsmuna samtaka þeirra sem framleiða Melton Mowbray grísabökuna kallaður í viðtal á BBC 4 í morgun. Þar var hann spurður út í hvort fullyrðing forsætisráðherrans væri sönn.„Nei, eiginlega ekki,“ svaraði O'Callaghan. „Við flytjum hvorki út til Taílands né Íslands.“Þáttastjórnendur ítrekuðu þá spurninguna og svaraði O'Callaghan á sama máta.„Ekki svo ég viti, nei,“ svaraði hann um hinn meinta útflutning til Taílands og Íslands. „Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland.“ Chairman of the Melton Mowbray Pork Pie Association @MeltonMatthew says his pies are not sold in Thailand or Iceland. Boris Johnson claimed they were sold there but not in the US, when he was giving an example of an American trade restriction #r4todayhttps://t.co/o4I0km5T04pic.twitter.com/qAeOFjXLr3 — BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) August 26, 2019Óvíst hvort bökurnar hafi nokkru sinni verið fluttar inn hingað til lands BBC leitaði þá svara hjá forsætisráðuneyti Bretlands og fékk þau svör til baka að upplýsingarnar sem Johnson byggði fullyrðinguna sína á stæðust miðað við þær upplýsingar sem ráðuneytið hefði undir höndum. Samkvæmt gögnum frá hinu tiltölulega nýlega alþjóðaviðskiptaráðuneyti Bretlands hefði fyrirtækið Walkers & Sons flutt út lítið magn af bökunum til Íslands, Taílands, Singapúr og til ríkja í Karabía-hafinu. Því næst hafði BBC samband við Walkers & Sons og fékk fréttamaður þær upplýsingar að fyrirtækið væri hætt útflutningi á grísabökunum. Það hefði þó, þangað til fyrir um tveimur árum, flutt út lítið magn til Singapúr. Bökurnar sem um ræðir, Melton Mowbray, eru nefndar eftir samnefndum bæ í Leicester-skíri í Bretlandi. Þær njóta landfræðilegrar verndar samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það þýðir að aðeins þeir framleiðendur sem nota hina upprunalegu uppskrift mega nota vörumerkið Melton Mowbray, auk þess sem að þeir þurfa að framleiða bökurnar í grennd við bæinn sjálfan. Bretland Brexit Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku í Bretlandi, nánar tiltekið grísakjötsböku. Forsaga málsins er sú að Boris Johnson lét hafa eftir sér á fundi G7-ríkjanna í Frakklandi um helgina að innflutningstakmarkanir á hinni vinsælu Melton Mowbray grísakjötsböku væri lýsandi dæmi um hversu mikilvægt það væri fyrir Bretland að geta gert fríverslunarsamning við Bandaríkin.„Melton Mowbray bökurnar, sem eru meðal annars til sölu í Taílandi og á Íslandi, eru ekki til sölu í Bandaríkjunum vegna einhvers konar takmarkana af hálfu matvælaeftirlitsins,“ sagði Johnson og átti þar við matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum.Bökurnar sem um ræðir njóta landfræðilegrar verndar.Vísir/Getty.„Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland“ Ummælin vöktu nokkra athygli í Bretlandi og var Matthew O'Callaghan, formaður hagsmuna samtaka þeirra sem framleiða Melton Mowbray grísabökuna kallaður í viðtal á BBC 4 í morgun. Þar var hann spurður út í hvort fullyrðing forsætisráðherrans væri sönn.„Nei, eiginlega ekki,“ svaraði O'Callaghan. „Við flytjum hvorki út til Taílands né Íslands.“Þáttastjórnendur ítrekuðu þá spurninguna og svaraði O'Callaghan á sama máta.„Ekki svo ég viti, nei,“ svaraði hann um hinn meinta útflutning til Taílands og Íslands. „Ég veit hins vegar að þær er til sölu í verslunum Iceland.“ Chairman of the Melton Mowbray Pork Pie Association @MeltonMatthew says his pies are not sold in Thailand or Iceland. Boris Johnson claimed they were sold there but not in the US, when he was giving an example of an American trade restriction #r4todayhttps://t.co/o4I0km5T04pic.twitter.com/qAeOFjXLr3 — BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) August 26, 2019Óvíst hvort bökurnar hafi nokkru sinni verið fluttar inn hingað til lands BBC leitaði þá svara hjá forsætisráðuneyti Bretlands og fékk þau svör til baka að upplýsingarnar sem Johnson byggði fullyrðinguna sína á stæðust miðað við þær upplýsingar sem ráðuneytið hefði undir höndum. Samkvæmt gögnum frá hinu tiltölulega nýlega alþjóðaviðskiptaráðuneyti Bretlands hefði fyrirtækið Walkers & Sons flutt út lítið magn af bökunum til Íslands, Taílands, Singapúr og til ríkja í Karabía-hafinu. Því næst hafði BBC samband við Walkers & Sons og fékk fréttamaður þær upplýsingar að fyrirtækið væri hætt útflutningi á grísabökunum. Það hefði þó, þangað til fyrir um tveimur árum, flutt út lítið magn til Singapúr. Bökurnar sem um ræðir, Melton Mowbray, eru nefndar eftir samnefndum bæ í Leicester-skíri í Bretlandi. Þær njóta landfræðilegrar verndar samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Það þýðir að aðeins þeir framleiðendur sem nota hina upprunalegu uppskrift mega nota vörumerkið Melton Mowbray, auk þess sem að þeir þurfa að framleiða bökurnar í grennd við bæinn sjálfan.
Bretland Brexit Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira