Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 14:30 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var um borð í vélinni sem snúa þurfti við. Vísir/Egill Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30