Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 26. ágúst 2019 09:00 Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun