Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 22:30 Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi. Innflytjendamál Matur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi.
Innflytjendamál Matur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira