Lögreglumaður í vanda eftir að hafa logið til um leyniskyttu Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 19:33 Frá aðgerðum lögreglu í Kalíforníu 2016. Getty/Anadolu Agency Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV Bandaríkin Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV
Bandaríkin Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Sjá meira