Óttast að stór sylla geti fallið ofan í Reynisfjöru Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 21:40 Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30