Útlit er fyrir að Kína leggi 10% innflutningstoll á vörur frá Bandaríkjunum en samskipti ríkjanna hafa undanfarið verið stirð. Ólíklegt er að ákvörðunin bæti samband ríkjanna. CNN greinir frá.
Tollur verður til dæmis settur á landbúnaðarvörur, hráolíu og smá loftför.
Ákvörðunin er liður í aðgerðum til að bregðast við áformum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um að skattleggja vörur frá Kína. Trump setti 10% auka tolla á innflutning frá Kína í byrjun mánaðar og sagði að kínversk stjórnvöld væru að bregðast loforðum sínum en stjórnvöld ætluðu að stunda meiri viðskipti með bandarískar landbúnaðarafurðir.
Bandaríski tollurinn fer í gagnið 15. desember næstkomandi til þess að koma í veg fyrir mikil áhrif á jólaverslun.
Tollurinn sem kínversk stjórnvöld setja á mun hafa áhrif á innflutning á yfir 5000 vörum og mun nema 5-10%. Þá verður 25% tollur á innfluttar amerískar bifreiðar endurvakin en af góðvild hafði Kína fellt tollinn niður eftir vel heppnaðan fund ríkjanna á árinu.

