Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 10:57 Fox & Friends er á dagskrá Fox sjónvarpsstöðvarinnar á hverjum virkum morgni. Þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá Bandaríkjaforseta. Vísir/getty Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019 Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10