Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:30 Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik. Getty/ LFC Foundation „Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
„Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira