Bandarískur raðmorðingi tekinn af lífi Gunnar Reynir Valþórsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2019 07:57 Gary Ray Bowles myrti sex samkynhneigða karlmenn. Hann kenndi þeim um að hafa eyðilagt samband sitt og kærustu sinnar. Fangelsismálayfirvöld í flórída Raðmorðinginn Gary Ray Bowles var tekinn af lífi í nótt í ríkisfangelsinu í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var tekinn af lífi með eitursprautu en hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir morðið á Walter Hinton árið 1994. Hinton var sjötta og síðasta fórnarlamb Bowles, sem á átta mánaða tímabili myrti samkynhneigða menn á austurströnd Bandaríkjanna. Bowles játaði morðin á mönnunum fúslega en lögreglan hefur ávallt talið að hann hafi einnig ráðist á konur og myrt, án þess að það hafi verið sannað. Rannsakendur í máli Bowles segja hann hafa verið misnotaðan í æsku, og að hann hafi ungur flúið að heiman. Eftir það hafi hann starfað sem vændiskarl og þjónustað samkynhneigða menn um árabil, áður en hann hóf morðhrinu sína. Bowles hafði sjálfur sagt heift sína í garð samkynhneigðra manna stafa af því að kærasta hans sleit sambandi þeirra þegar hún komst að því að hann stundaði vændi og að hann kenndi samkynhneigðum mönnum um sambandsslitin. Hann var handtekinn í Jacksonville árið 1994 þar sem hann bjó undir fölsku flaggi. Hann hafði áður búið í Daytona Beach í Flórída eftir að hafa flutt þangað eftir fangelsisvist vegna þjófnaðar, ráns, líkamsárásar og nauðgunar. Yfirvöld höfðu gert viðamikla leit að honum þegar hann loksins fannst. Fyrr í þessum mánuði hafnaði hæstiréttur í Flórída áfrýjun hans og var hann tekinn af lífi í nótt. Bowles er 99. fanginn sem tekinn hefur verið af lífi í Flórída frá árinu 1976 og sá þrettándi sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum það sem af er ári, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af aftöku hans. Bandaríkin Tengdar fréttir Raðmorðingi tekinn af lífi á morgun Hinn 57 ára gamli Gary Ray Bowles verður á morgun 99. fanginn sem tekinn er af lífi í Flórídaríki frá árinu 1976. 22. ágúst 2019 20:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Raðmorðinginn Gary Ray Bowles var tekinn af lífi í nótt í ríkisfangelsinu í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var tekinn af lífi með eitursprautu en hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir morðið á Walter Hinton árið 1994. Hinton var sjötta og síðasta fórnarlamb Bowles, sem á átta mánaða tímabili myrti samkynhneigða menn á austurströnd Bandaríkjanna. Bowles játaði morðin á mönnunum fúslega en lögreglan hefur ávallt talið að hann hafi einnig ráðist á konur og myrt, án þess að það hafi verið sannað. Rannsakendur í máli Bowles segja hann hafa verið misnotaðan í æsku, og að hann hafi ungur flúið að heiman. Eftir það hafi hann starfað sem vændiskarl og þjónustað samkynhneigða menn um árabil, áður en hann hóf morðhrinu sína. Bowles hafði sjálfur sagt heift sína í garð samkynhneigðra manna stafa af því að kærasta hans sleit sambandi þeirra þegar hún komst að því að hann stundaði vændi og að hann kenndi samkynhneigðum mönnum um sambandsslitin. Hann var handtekinn í Jacksonville árið 1994 þar sem hann bjó undir fölsku flaggi. Hann hafði áður búið í Daytona Beach í Flórída eftir að hafa flutt þangað eftir fangelsisvist vegna þjófnaðar, ráns, líkamsárásar og nauðgunar. Yfirvöld höfðu gert viðamikla leit að honum þegar hann loksins fannst. Fyrr í þessum mánuði hafnaði hæstiréttur í Flórída áfrýjun hans og var hann tekinn af lífi í nótt. Bowles er 99. fanginn sem tekinn hefur verið af lífi í Flórída frá árinu 1976 og sá þrettándi sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum það sem af er ári, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af aftöku hans.
Bandaríkin Tengdar fréttir Raðmorðingi tekinn af lífi á morgun Hinn 57 ára gamli Gary Ray Bowles verður á morgun 99. fanginn sem tekinn er af lífi í Flórídaríki frá árinu 1976. 22. ágúst 2019 20:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Raðmorðingi tekinn af lífi á morgun Hinn 57 ára gamli Gary Ray Bowles verður á morgun 99. fanginn sem tekinn er af lífi í Flórídaríki frá árinu 1976. 22. ágúst 2019 20:54