Fljótasti maður heims í vandræðum ári fyrir Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Christian Coleman. Getty/Lachlan Cunningham Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira