Erlent

Loftmengun mögulega tengd geðsjúkdómum

Fréttablaðið skrifar
Tengsl loftmengunar og geðsjúkdóma eru umdeild.
Tengsl loftmengunar og geðsjúkdóma eru umdeild. NORDICPHOTOS/GETTY
Í nýrri rannsókn frá Chicago-háskóla er komist að þeirri niðurstöðu að það séu greinileg tengsl milli geðsjúkdóma og loftmengunar. Rannsóknin var unnin út frá gögnum frá 152 milljónum manna frá Bandaríkjunum og Danmörku sem var safnað á 11 ára tímabili. Þetta kemur fram á vef Evening Standard.

Samkvæmt rannsókninni eru tilfelli geðhvarfasýki 27% algengari og meiriháttar þunglyndi 6% algengara í löndum sem hafa mikla loftmengun en þeim sem hafa litla.

Samkvæmt höfundi rannsóknarinnar, Andrey Rzhetsky, hefur loftmengun ekki áður verið skoðuð sem áhrifaþáttur, en hann segir rannsóknir á hundum og nagdýrum sýna að loftmengun geti valdið bólgu í heilanum sem valdi einkennum sem svipi til þunglyndis. Hann segir mögulegt að það sama gerist hjá mannfólki.

En það er enn þörf á frekari rannsóknum á þessu og virtir vísindamenn hafa gagnrýnt rannsóknina og hvernig hún var unnin og segja hana ekki marktæka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×