Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Herðubreiðarlindir eru að margra mati einn fegursti staður hálendisins. Fréttablaðið/GVA Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira