Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 23:15 Loftmynd af svæði sem hefur orðið illa úti í eldunum í Mato Grosso-ríki í Brasilíu. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019 Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019
Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15