Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. ágúst 2019 17:56 Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. FBL/Stefán Sextán ára dreng sem glímir við fötlun var í dag vikið úr sérnámsbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, að sögn foreldra hans, eftir að hafa slegið kennara. Drengurinn hóf nám við skólann í gær. Foreldrar drengsins skilja ekki hvernig hægt sé að gefast upp á honum á öðrum degi. Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. Vilmundur Hansen, faðir drengsins, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. Sonur hans, sem býr á sambýli fyrir börn, fékk inngöngu í Ármúla en aðstandendur drengsins töldu sérnámsbraut skólans besta kostinn að loknu náminu í Klettaskóla. Færsla hans er í mikilli dreifingu og skilur fólk ekki upp né niður. „Hann er skólalaus,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, móðir drengsins. Drengurinn býr á sambýli fyrir börn og móðir hans segir alla vita að það séu engir englar sem fara þangað. „Ég dreg ekkert úr því að hann á slæmar hliðar sem eru að slá og svona,“ segir Anna Guðrún. Það sé það sem gerst hafi. En möguleikinn á því að slíkt gæti gerst ætti að hafa verið öllum ljós. Mistökin hafi verið að hafa ekki betra aðlögunarferli að skólagöngunni.Hefði átt að vera þrjóskari „Ég hefði átt að vera þrjóskari í því,“ segir Anna Guðrún. Hún hafi lagt það til á fundinum í dag að hefja skólagönguna að nýju með aðlögun. „Við buðumst til þess, að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Einhver sem þekkti hann kæmi með honum og væri eins og lengi og þyrfti. Þeirra svar var að þessi skóli hentaði honum ekki.“ Ástæðan fyrir því að drengurinn fór í skólann var sú, að sögn Önnu Guðrúnar, að þarna ætti að vera besta sérdeildin. Starfsfólkið hefði mikla starfsreynslu og þar væru miklir reynsluboltar.Ættu að finna lausn Meðal samnemenda drengsins eru börn sem voru með honum í Klettaskóla. Börn sem þekki vel til hans. „Þau geta alveg verið hrædd við hann en þau þekkja hann alveg og taka honum eins og hann er,“ segir móðirin. „Hann hefur verið inni með bekknum en stundum þurft að sitja afsíðis. Það er það sem þau ættu að gera í Ármúlanum. Finna lausn á þessu.“ Hún minnir á rétt drengsins til skólagöngu í framhaldsskóla. Forsvarsmenn Fjölbrautar í Ármúla hafi lagt til að prófa Tækniskólann og hvort það hentaði betur.Skólameistarinn segir engum hafa verið vikið úr skóla „Við sem þekkjum hann teljum það ekki henta betur. Annars hefðum við sótt um þann skóla. Þetta er mjög leiðinlegt mál.“ Þau séu bara svo hissa. „Það eru allir svo hissa sem hafa unnið með honum. Að gefast upp á honum eftir tvo daga.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segist í samtali við Vísi ekki mega tjá sig um einstaka mál. Hann áréttaði þó að engum nemanda hafi verið vikið úr skólanum það sem af er skólaári. Anna Guðrún segir það alveg hreinar línur að hennar mati að búið er að vísa syni hennar úr skólanum. „Hann var ekki velkominn í dag og ekki heldur á morgun. Það er búið að vísa honum úr skóla. Þau vildu ekki láta reyna meira á þetta,“ segir Anna. Hún segist hafa átt fund með skólayfirvöldum FÁ í dag þar sem ákveðið var að rita menntamálaráðuneytinu bréf með það að markmiði að finna syni hennar nýjan skóla sem hentar honum betur. Félagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sextán ára dreng sem glímir við fötlun var í dag vikið úr sérnámsbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, að sögn foreldra hans, eftir að hafa slegið kennara. Drengurinn hóf nám við skólann í gær. Foreldrar drengsins skilja ekki hvernig hægt sé að gefast upp á honum á öðrum degi. Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. Vilmundur Hansen, faðir drengsins, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. Sonur hans, sem býr á sambýli fyrir börn, fékk inngöngu í Ármúla en aðstandendur drengsins töldu sérnámsbraut skólans besta kostinn að loknu náminu í Klettaskóla. Færsla hans er í mikilli dreifingu og skilur fólk ekki upp né niður. „Hann er skólalaus,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, móðir drengsins. Drengurinn býr á sambýli fyrir börn og móðir hans segir alla vita að það séu engir englar sem fara þangað. „Ég dreg ekkert úr því að hann á slæmar hliðar sem eru að slá og svona,“ segir Anna Guðrún. Það sé það sem gerst hafi. En möguleikinn á því að slíkt gæti gerst ætti að hafa verið öllum ljós. Mistökin hafi verið að hafa ekki betra aðlögunarferli að skólagöngunni.Hefði átt að vera þrjóskari „Ég hefði átt að vera þrjóskari í því,“ segir Anna Guðrún. Hún hafi lagt það til á fundinum í dag að hefja skólagönguna að nýju með aðlögun. „Við buðumst til þess, að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Einhver sem þekkti hann kæmi með honum og væri eins og lengi og þyrfti. Þeirra svar var að þessi skóli hentaði honum ekki.“ Ástæðan fyrir því að drengurinn fór í skólann var sú, að sögn Önnu Guðrúnar, að þarna ætti að vera besta sérdeildin. Starfsfólkið hefði mikla starfsreynslu og þar væru miklir reynsluboltar.Ættu að finna lausn Meðal samnemenda drengsins eru börn sem voru með honum í Klettaskóla. Börn sem þekki vel til hans. „Þau geta alveg verið hrædd við hann en þau þekkja hann alveg og taka honum eins og hann er,“ segir móðirin. „Hann hefur verið inni með bekknum en stundum þurft að sitja afsíðis. Það er það sem þau ættu að gera í Ármúlanum. Finna lausn á þessu.“ Hún minnir á rétt drengsins til skólagöngu í framhaldsskóla. Forsvarsmenn Fjölbrautar í Ármúla hafi lagt til að prófa Tækniskólann og hvort það hentaði betur.Skólameistarinn segir engum hafa verið vikið úr skóla „Við sem þekkjum hann teljum það ekki henta betur. Annars hefðum við sótt um þann skóla. Þetta er mjög leiðinlegt mál.“ Þau séu bara svo hissa. „Það eru allir svo hissa sem hafa unnið með honum. Að gefast upp á honum eftir tvo daga.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segist í samtali við Vísi ekki mega tjá sig um einstaka mál. Hann áréttaði þó að engum nemanda hafi verið vikið úr skólanum það sem af er skólaári. Anna Guðrún segir það alveg hreinar línur að hennar mati að búið er að vísa syni hennar úr skólanum. „Hann var ekki velkominn í dag og ekki heldur á morgun. Það er búið að vísa honum úr skóla. Þau vildu ekki láta reyna meira á þetta,“ segir Anna. Hún segist hafa átt fund með skólayfirvöldum FÁ í dag þar sem ákveðið var að rita menntamálaráðuneytinu bréf með það að markmiði að finna syni hennar nýjan skóla sem hentar honum betur.
Félagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira