Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 15:18 Það fór vel á milli Macron og Johnson í París í dag. Getty/Chesnos Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00
Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41