Myndband | Sjáðu Formúlu bíl framtíðarinnar Bragi Þórðarson skrifar 23. ágúst 2019 06:00 Formúlu bílinn mun líta svona út árið 2021. Skjámynd/Youtube/FORMULA 1 Formúla 1 mun breytast verulega árið 2021 þegar að nýjar reglur koma inn. Reglubreytingar munu hafa í för með sér algjörlega nýtt útlit á Formúlu bílunum. Auk þess er markmiðið með reglubreytingunum að gera kappaksturinn skemmtilegri og auka líkur á framúrakstri. Vandamálið við Formúlu 1 í dag er það er mjög erfitt að elta bílinn fyrir framan. Óhreina loftið sem kemur frá bílnum fyrir framan þýðir að aftari bíllinn missir of mikið grip sem bæði hægir á honum og slítur dekkjunum meira. 2021 bílarnir verða því með mun einfaldari yfirbyggingu og einfaldari vængi. Á móti kemur verður allur undirvagninn hannaður með það í leiðarljósi að þrýsta bílunum ofan í brautina án þess að óhreinka loftið of mikið fyrir þann sem eltir. Önnur stór breyting verða dekkin. Prófíll dekkjanna mun minnka umtalsvert er Formúlu bílarnir verða á 18 tommu felgum. Einnig munu dekkjamotturnar sem hita dekkin heyra sögunni til. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, vonast til að gefa úr reglurnar núna í haust svo að liðin hafi rúmlega ár til að hanna bílanna fyrir árið 2021. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúla 1 mun breytast verulega árið 2021 þegar að nýjar reglur koma inn. Reglubreytingar munu hafa í för með sér algjörlega nýtt útlit á Formúlu bílunum. Auk þess er markmiðið með reglubreytingunum að gera kappaksturinn skemmtilegri og auka líkur á framúrakstri. Vandamálið við Formúlu 1 í dag er það er mjög erfitt að elta bílinn fyrir framan. Óhreina loftið sem kemur frá bílnum fyrir framan þýðir að aftari bíllinn missir of mikið grip sem bæði hægir á honum og slítur dekkjunum meira. 2021 bílarnir verða því með mun einfaldari yfirbyggingu og einfaldari vængi. Á móti kemur verður allur undirvagninn hannaður með það í leiðarljósi að þrýsta bílunum ofan í brautina án þess að óhreinka loftið of mikið fyrir þann sem eltir. Önnur stór breyting verða dekkin. Prófíll dekkjanna mun minnka umtalsvert er Formúlu bílarnir verða á 18 tommu felgum. Einnig munu dekkjamotturnar sem hita dekkin heyra sögunni til. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, vonast til að gefa úr reglurnar núna í haust svo að liðin hafi rúmlega ár til að hanna bílanna fyrir árið 2021.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira