Stjarnan búin að draga kvennaliðið sitt úr keppni í tveimur deildum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 14:30 Dani Rodriguez spilar með KR í vetur en verður líka aðstoðarþjálfari stúlknaflokks, 10. flokks og 9. flokks hjá Stjörnunni. Vísir/Vilhelm Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira