Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK sem tapaði fyrir Celtic, 2-0, í Glasgow í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Staðan í hálfleik var markalaus en á 48. mínútu kom James Forrest Celtic yfir.
Kolbeinn var tekinn af velli á 72. mínútu. Aðeins mínútu síðar skoraði Odsonne Edouard annað mark skosku meistaranna.
Fleiri urðu mörkin ekki og Celtic fagnaði góðum sigri. Seinni leikur liðanna fer fram í Svíþjóð eftir viku.
Kolbeinn átti ágætan leik í framlínu AIK en fékk ekki mikla hjálp. Hann hefur skorað þrjú mörk í 15 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

