Ábyrgð í dag Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Sláandi munur er á að hefja rekstur í Reykjavík og borgum á Norðurlöndum að sögn framkvæmdastjóra Joe & the Juice á Íslandi. Í Reykjavík telur hann ferlið „úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt“. Umkvartanir framkvæmdastjórans ríma við reynslu annarra fyrirtækja í borginni, sem lýstu slæmri reynslu sinni af rekstri í Reykjavík í samtali við Markað gærdagsins. Öllu ferlinu virðist ábótavant, nánast hvar sem drepið er niður fæti. Umsóknir taka langan tíma og jafnvel týnast í regluverksfrumskógi. Einföldustu hlutir virðast vefjast fyrir borgaryfirvöldum eins og undirritun leyfa og pappíra. Traustið í garð einkaframtaksins er í skötulíki. Viðmótið sem fyrirtæki mæta hjá borginni virðist stundum vera að sjálfsagðir hlutir séu bannaðir þangað til þeir eru sérstaklega leyfðir. Auðvitað er það öfugsnúið. Fyrirsjáanleikinn er svo enginn. Eigandi öldurhúss lýsir því að útsendarar borgarinnar hafi hvatt hann til kaupa á matarvagni. Nokkru síðar var tilkynnt að leyfi vagnsins umtalaða yrði ekki endurnýjað vegna yfirvofandi framkvæmda á svæðinu. Þar fór stór biti í súginn. Framkvæmdirnar miðsvæðis þekkja allir. Vitaskuld er nauðsynlegt að endurnýja stræti. Uppbygging miðborgarinnar er af hinu góða. En hún verður að eiga sér stað skipulega og með eðlilegu samráði við íbúa og atvinnulíf. Ekki er boðlegt að senda bréf á föstudegi og hefja framkvæmdir á mánudegi. Bágborið rekstrarumhverfi í Reykjavík er ekki borgaryfirvöldum einum að kenna. Ríkið lætur ekki sitt eftir liggja. Dýrt er að stofna einkahlutafélög og skattaumhverfi að mörgu leyti óhagstætt. Launaumslag starfsmannsins gefur ekki fulla mynd af kostnaðinum sem honum fylgir. Þar vantar ofan á launatengdu gjöldin, eins og hið séríslenska tryggingagjald. En meirihlutinn í borginni, með borgarstjóra í broddi fylkingar, þarf að sæta ábyrgð hvað rekstrarumhverfið í borginni varðar. Hann þarf að átta sig á því að borgin á að létta undir með atvinnulífinu eins og kostur er, en ekki öfugt. Farsæll rekstur er forsenda blómlegs mannlífs. Það voru vonbrigði að heyra borgarfulltrúa Pírata bera því við að meirihlutinn hefði tiltölulega nýverið tekið við störfum. Það er einfaldlega ódýr fyrirsláttur. Hennar flokkur hefur verið við völd síðasta hálfa áratug, og borgarstjóri með hléum nánast frá aldamótum. Stjórnmálamenn verða að sæta ábyrgð, en ekki benda í sífellu á fyrirrennara sína. Fyrrverandi pólitíkusar gegna ekki embættum og sæta ekki ábyrgð. Það gera hins vegar þeir sem hverju sinni eru kjörnir fulltrúar. Ábyrgðin er þeirra. Það er meirihlutans að grípa til áþreifanlegra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfið í borginni. Fyrsta skrefið er að hlusta á fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sláandi munur er á að hefja rekstur í Reykjavík og borgum á Norðurlöndum að sögn framkvæmdastjóra Joe & the Juice á Íslandi. Í Reykjavík telur hann ferlið „úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt“. Umkvartanir framkvæmdastjórans ríma við reynslu annarra fyrirtækja í borginni, sem lýstu slæmri reynslu sinni af rekstri í Reykjavík í samtali við Markað gærdagsins. Öllu ferlinu virðist ábótavant, nánast hvar sem drepið er niður fæti. Umsóknir taka langan tíma og jafnvel týnast í regluverksfrumskógi. Einföldustu hlutir virðast vefjast fyrir borgaryfirvöldum eins og undirritun leyfa og pappíra. Traustið í garð einkaframtaksins er í skötulíki. Viðmótið sem fyrirtæki mæta hjá borginni virðist stundum vera að sjálfsagðir hlutir séu bannaðir þangað til þeir eru sérstaklega leyfðir. Auðvitað er það öfugsnúið. Fyrirsjáanleikinn er svo enginn. Eigandi öldurhúss lýsir því að útsendarar borgarinnar hafi hvatt hann til kaupa á matarvagni. Nokkru síðar var tilkynnt að leyfi vagnsins umtalaða yrði ekki endurnýjað vegna yfirvofandi framkvæmda á svæðinu. Þar fór stór biti í súginn. Framkvæmdirnar miðsvæðis þekkja allir. Vitaskuld er nauðsynlegt að endurnýja stræti. Uppbygging miðborgarinnar er af hinu góða. En hún verður að eiga sér stað skipulega og með eðlilegu samráði við íbúa og atvinnulíf. Ekki er boðlegt að senda bréf á föstudegi og hefja framkvæmdir á mánudegi. Bágborið rekstrarumhverfi í Reykjavík er ekki borgaryfirvöldum einum að kenna. Ríkið lætur ekki sitt eftir liggja. Dýrt er að stofna einkahlutafélög og skattaumhverfi að mörgu leyti óhagstætt. Launaumslag starfsmannsins gefur ekki fulla mynd af kostnaðinum sem honum fylgir. Þar vantar ofan á launatengdu gjöldin, eins og hið séríslenska tryggingagjald. En meirihlutinn í borginni, með borgarstjóra í broddi fylkingar, þarf að sæta ábyrgð hvað rekstrarumhverfið í borginni varðar. Hann þarf að átta sig á því að borgin á að létta undir með atvinnulífinu eins og kostur er, en ekki öfugt. Farsæll rekstur er forsenda blómlegs mannlífs. Það voru vonbrigði að heyra borgarfulltrúa Pírata bera því við að meirihlutinn hefði tiltölulega nýverið tekið við störfum. Það er einfaldlega ódýr fyrirsláttur. Hennar flokkur hefur verið við völd síðasta hálfa áratug, og borgarstjóri með hléum nánast frá aldamótum. Stjórnmálamenn verða að sæta ábyrgð, en ekki benda í sífellu á fyrirrennara sína. Fyrrverandi pólitíkusar gegna ekki embættum og sæta ekki ábyrgð. Það gera hins vegar þeir sem hverju sinni eru kjörnir fulltrúar. Ábyrgðin er þeirra. Það er meirihlutans að grípa til áþreifanlegra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfið í borginni. Fyrsta skrefið er að hlusta á fólk og fyrirtæki.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun