Olesen sem er 29 ára gamall var á leið úr WGC-FedEx St. June Invitational golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Það flug fór ekki vel fyrir Olesen.
Daninn var ákærður fyrir það að hafa áreitt konu í fluginu og taka utan um brjóst hennar auk þess að kyssa á henni hálsinn.
Ryder Cup winning golfer Thorbjorn Olesen denies sexual assault of woman on British Airways flighthttps://t.co/Q6uGLizcxqpic.twitter.com/06HCHAgPiU
— Mirror Sport (@MirrorSport) August 21, 2019
Olesen kom fram fyrir dómari í dag þar sem hann neitaði ásökunum en honum var sleppt lausum vegna tryggingar þangað til hann mætir aftur fyrir dómara þann 18. september næstkomandi.
Daninn er 64. á heimslistanum en hefur hæst komist upp í 33. sætið. Hann átti að hefja leik á Opna Norðurlandamótinu í Gautaborg í dag en það verður ekkert úr því.