Skjaldbaka.is hefur, í samráði við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vöruna Coffret repas naturel - Natural Meal time set frá Sophie la girafe vegna þess að of hátt flæði af melamíni mældist úr vörunni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu en eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Vulli - Sophie la girafe
Vörulína: So Pure
Vöruheiti: Coffret repas naturel, Natural Meal time set
Vörulýsing: diskasett úr plasti sem samanstendur af diski, skál, bolla og skeið.
Strikanúmer: 3056562201246
Lotunúmer: 897275
Framleiðsluland: Kína
Innflytjandi: skjaldbaka.is
Dreifing: www.heimkaup.is og Lyf & Heilsa.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá skjaldbaka.is, s. 8476630 eða í tölvupósti: skjaldbaka@skjaldbaka.is
